Um fólkvanginn

Einkunnir draga nafn sitt af þremur klettaborgum sem rísa upp af mýrlendi sem eru skammt fyrir ofan Borgarnes. Orðið Einkunn er fornt í málinu og var notað um auðkenni í landslagi. Klettaborgirnar sem svæðið er kennt við, sjást víða að og af Syðri - Einkunn er víðsýnt um allan Borgarfjörð, Borgarfjarðardali og Mýrar. Landslagið í fólkvanginum er fagurt, jökulsvorfnar klettaborgir, vöxtulegur skógur, lífvænlegar mýrar og dýra- og plöntulíf all fjölbreytt.
Að fólkvanginum liggur 2,5 km malarvegur, frá þjóðvegi eitt í gegnun hesthúsahverfi hestamannafélagsins Skugga, gegnt golfvellinum að Hamri.
Að fólkvanginum liggur 2,5 km malarvegur, frá þjóðvegi eitt í gegnun hesthúsahverfi hestamannafélagsins Skugga, gegnt golfvellinum að Hamri.